lögfræðiþjónusta
Prima lögmenn býður upp lögfræðiþjónustu á öllum helstu sviðum lögfræðinnar
Helstu starfssvið
Prima lögmenn hóf starfssemi árið 2012. Stofan er staðsett á Akureyri.
Prima lögmenn býður upp lögfræðiþjónustu á öllum helstu sviðum lögfræðinnar. Lögð er áhersla á vönduð vinnubrögð og að veita skilvirka lögfræðiþjónustu.

Verjendastörf
Við höfum viðtæka reynslu af verjanda-og réttargæslustörfum í sakamálum sem eru rannsóknar-eða dómstigi.
Nánar
Prima lögmenn gæta hagsmuna skjólstæðinga í sakamálum hvort sem er á rannsóknarstigi eða fyrir dómstólum. Einnig taka lögmenn stofunnar að sér réttargæslu fyrir þolendur afbrota m.a. krefjast miskabóta og skaðabóta handa þeim úr höndum brotamanna.

Vinnuréttur
Við tökum að okkur hagsmunagæslu launþega og ativinnurekenda í vinnuréttardeilum
Nánar
Mikilvægt er að vanda til verka við gerð ráðningasamninga og uppsögn á starfsmönnum. Vinnuréttar deilur milli launþega og atvinnurekenda geta oft verið viðkvæmar og mjög persónulegar sérstaklega fyrir starfsmann sem hefur verið sagt upp störfum.
Við veitum ráðgjöf sem snýr m.a. að við gerð ráðningasamninga og starfslokasamninga.

Slysabætur
Við veitum skilvirka þjónustu í slysa- og skaðabótamálum og innheimtu vátryggingabóta.
Nánar
Prima lögmenn aðstoðar skjólstæðinga sína við að sækja rétt sinn vegna líkamstjóns sem rekja má til slysa sem eru eftirfarandi:
- Frímtímaslysa og slysa við heimilisstörf
- Umferðarslysa.
- Vinnuslysa
- Líkamsárása og afbrota.
- Sjóslysa.
- Vélhjóla- og snjósleðaslysa.
- Sjúklingatryggingar- og læknamistakamála.
- Innheimtu vátryggingabóta.

Eignaréttur
Við búum yfir þekkingu og reynslu í málum sem snúa að eignarétti.
Nánar
Algengustu deilur á milli aðila á sviði eignaréttur, eru deilur um eignarétt á jörðum enda liggja oft lítil sem engin gögn eða upplýsingar eignarétt aðila.
Lögmenn stofunnar hafa gætt hagsmuni einstaklinga í landamerkjamál, þjóðlendumál og annars konar mál í tengslum við deilur um eignarétt..

Fasteigna-og gallamál
Í fasteignaviðskiptum eru oft miklir fjárhagslegir hagsmunir í húfi og því mikilvægt að vanda til verka.
Nánar
Í fasteignaviðskiptum eru oft miklir fjárhagslegir hagsmunir í húfi. Helstu verkefni stofunnar má nefna skjala- og samningsgerð vegna fasteignakaupa, hagsmunagæslu vegna galla í fasteignum og kröfugerð vegna annarra vanefnda.
Prima lögmenn tekur að sér hagsmunagæslu vegna skaðabótaábyrgðar löggiltrar fasteignasala ásamt vegna skaðabótaábyrgðar fagaðila sem koma að húsbyggingum, einkum byggingarstjóra, hönnuða og iðnmeistara.
Einnig tekur Prima lögmenn að sér hagsmunagæslu gagnvart vátryggingafélögum vegna lögboðinna starfsábyrgðartrygginga löggiltra fasteignasala og fagaðila sem kom að húsbyggingum

Samninga-og kröfuréttur
Oft eru miklir hagsmunir í húfi við gerð eða túlkun samninga og því mikilvægt að vanda til verka.
Nánar
Til að forðast mistúlkun eða misskilnings samningsaðila á ákvæðum samnings, er mikilvægt að aðilar samnings hafa sama skilning og túlkun á þeim ákvæðum sem eru í samningnum. Þar af leiðandi er mikilvægt að vanda til verka við upphaf samningsgerðar.
Þeir samningar sem hafa lögmenn stofunnar haft umsýslu með, eru ma.
- Kauptilboð
- Kaupsamninga
- Leigusamninga
- Samstarfssamninga milli fyrirtækja
- Lánasamninga
- Vinnusamninga
- Starfsmannasamninga
Lögmenn stofunnar veita einnig ráðgjöf á sviði kröfuréttar sem snertir m.a. efndir samninga.
Lögmenn stofunnar hafa víðtæka þekkingu á sviði samningar-og kröfuréttar og veita ráðgjöf á sviði kröfuréttar sem snertir m.a. efndir samninga.

Innheimta
Við bjóðum upp á öfluga innheimtu vanskilakrafna. Áhersla er lögð á vönduð og hröð vinnubrögð.
Nánar
Algengustu tegundir af kröfum sem lögmenn stofunnar hafa tekið að sér að innheimta, eru viðskiptakröfur vegna keyptrar þjónustu, og kröfur samkvæmt samningum t.d. verk-eða þjónustusamningum.
Fruminnheimta:
Greiðandi fær senda innheimtuviðvörun.
Milliinnheimta:
Greiðandi fær senda lokaaðvörun.
Löginnheimta:
Að lokinni frum-eða milliinnheimtu, fara kröfur í löginnheimtu þar sem lögfræðilegum innheimtuúrræðum er beitt grundvelli réttarfarslaga. Um er úrræði sem fela í sér
Kröfur fara í löginnheimtu að lokinni frum- eða milliinnheimtu. Lögð er mikil áhersla á að upplýsa kröfuhafa okkar hvaða skref sé best að stíga varðandi sértækar innheimtuaðgerðir en mismunandi nálgun getur hentað hverju sinni. Um er ræða úrræði sem fela í sér útgáfu stefnu sem er upphaf málareksturs fyrir dómstólum, birting greiðsluáskorunar með stoð í lögum um aðför og nauðungarsölu og síðan gjaldþrot.

Hafa samband
Sendu okkur skilaboð og við svörum eins fljótt og auðið er.
Fyrirtækið
Prima lögmenn ehf., kt. 560612-0280
Staðsetning
Brekkugata 5, 603 AKureyri
Sími
+354 4612098
Netfang
logmenn@primalogmenn.is
Eftirlitsaðili
Lögmannafélag Íslands